Hildur Helga og Fjóla Signý með gullverðlaun

grind
grind

Nokkrir keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss tóku þátt í JJ móti Ármanns sem fram fór á Laugardalsvelli 23.maí sl.  

Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi náði þeim frábæra árangri að kasta kvennaspjótinu í fyrsta sinn yfir 40m er spjótið sveif 40.30m og sigraði hún alla keppinauta sína. Með þessu kasti setti hún HSK met í flokkum 16-17 og 18-19 ára. Hildur Helga er aðeins 56 cm frá kvennameti Selfoss í spjótkasti frá árinu 2010 í eigu Önnu Pálsdóttur.  Fjóla Signý Hannesdóttir undirstrikaði á mótinu að hún er að nálgast fyrra form þegar hún sigraði 400m hlaup á timanum 60,55sek. Eva María Baldursdóttir, Selfossi, vippaði sér yfir 1.66m og krækti í silfur en hún stökk sömu hæð og sigurvegarinn. Að lokum krækti Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir Selfossi sér í silfurverðlaun í flokki 13.-15.ára þegar hún kastaði spjótinu (400gr) 21,67m.