Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Sviss

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í hópi 16 leikmanna sem Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur valið til að taka þátt í æfingum og leikjum dagana 16.-22. mars.

Liðið mun dvelja í Sviss, æfa þar og leika tvo vináttuleiki gegn landsliði Sviss. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 19.mars í Visp og laugardaginn 21.mars kl. í Zofingen.

Verkefnið er liður í undirbúningi íslenska liðins fyrir undankeppni HM, þar sem leikið verður gegn Svartfjallalandi í byrjun júni.

Þess má einnig geta að Hanna er langmarkahæst í Olísdeildinni með 137 mörk í 19 leikjum skv. úttekt FimmEinn.is.

Markahæstar í Olís-deild kvenna:

1. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Selfoss 137 mörk í 19 leikjum
2. Kristín Guðmundsdóttir Val 120 mörk í 16 leikjum
3. Marija Gedroit Haukum 116 mörk í 19 leikjum
4. Patricia Szölösi Fylki 114 mörk í 19 leikjum
5. Ester Óskarsdóttir ÍBV 104 mörk í 19 leikjum
6. Vera Lopez ÍBV 103 mörk í 19 leikjum
7. Brynhildur Kjartansdóttir ÍR 102 mörk í 16 leikjum
8. Martha Hermannsdóttir KA/Þór 101 mörk í 14 leikjum
9. Ragnheiður Júlíusdóttir Fram 100 mörk í 17 leikjum
10. Thea Imani Sturludóttir Fylki 100 mörk í 19 leikjum