Hver á að ráða, þjálfarinn eða sjúkraþjálfarinn?

ISI-logo
ISI-logo

Mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara aftur af stað eftir meiðsli. Hvenær er hann tilbúinn til æfinga eða keppni? Hver á að ráða, þjálfarinn eða sjúkraþjálfarinn?

Fyrirlesturinn fer bæði fram á ensku og íslensku, er öllum opinn og þátttaka ókeypis. Skráning fer fram á skraning@isi.is.