Íslandsmeistarar í frjálsum 11-14 ára

MÍ 11-14 ára (1)
MÍ 11-14 ára (1)

Selfoss átti 20 keppendur í liði HSK/Selfoss á Meistarmóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára nú um helgina. Eftir gríðarlega jafna og spennandi keppni við lið ÍR og FH stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistarar. Einnig varð liðið Íslandsmeistari í þremur flokkum þ.e. hjá 12 ára piltum, 14 ára piltum og 12 ára stúlkum. Stúlkur 11 ára urðu í öðru sæti í sínum flokki.

Í einstaklingsgreinum unnu keppendur Selfoss til fimm Íslandsmeistaratitla, sex silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna.

Piltar 14 ára:

Pétur Már Sigurðsson varð Íslandsmeistari í hástökki með 1.56 m, annar í langstökki með 5,02 m sem er stórbæting og annar í kúluvarpi með 10,47 m.

Benedikt Fadel Faraq varð 3. í 800 m hlaupi á 2:26,80 mín.

Piltar 12 ára:

Hákon Birkir Grétarsson varð Íslandsmeistari í hástökki með 1,51 m og í kúluvarpi með 9.09 m.

Kolbeinn Loftsson varð Íslandsmeistari í langstökki með 4,69 m. Annar í hástökki með 1,51 m og í 60 m á 8,89 sek. Í kúluvarpi varð hann þriðji með 8,31 m og í 800 m á 2:48,80 mín.

Hákon og Kolbeinn voru einnig Íslandsmeistarar með A sveit HSK/Selfoss í 4x200 m hlaupi og settu þeir glæsilegt HSK met á tímanum 2:06,10 mín.

Jónas Grétarsson og Gabríel Árni W. I. voru í B sveit HSK/Selfoss sem varð í þriðja sæti í boðhlaupinu.

Stúlkur 13 ára:

Helga Margrét Óskarsdóttir varð í þriðja sæti í 60 m grindahlaupi á 11,23 sek og einnig í langstökki með 4,26 m. Hún var einnig í A sveit HSK/Selfoss sem varð í þriðja sæti í 4x200 m boðhlaupi.

Stúlkur 12 ára:

Hildur Helga Einarsdóttir varð önnur í kúluvarpi með 9.03 m sem er stórbæting og var hún aðeins 5 cm frá fyrsta sætinu.

Stúlkur 11 ára:

Eva María Baldursdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki með 1,31 m og önnur í langstökki með 4,16 m. Bætti hún sig verulega í báðum greinunum.

Öll úrslit mótsins má finna á vef Frjálsíþróttasambandsins.

MÍ 11-14 ára (14) MÍ 11-14 ára (12) MÍ 11-14 ára (11) MÍ 11-14 ára (10) MÍ 11-14 ára (9) MÍ 11-14 ára (8)