Íslandsmót í mótokross á Selfossi

Mótokross Elmar
Mótokross Elmar

Fyrsta mótokrossmót sumarsins sem gefur stig til Íslandsmeistara fór fram við frábærar aðstæður í braut Mótokrossdeildar Selfoss við Hrísmýri á laugardaginn. Um 90 keppendur voru skráðir til leiks í átta flokkum þar á meðal nokkrir frá Selfossi.

Mikill tími og vinna fór í að undirbúa mótssvæðið og brautina vikuna fyrir mótið. Var svæðið upp á sitt allra besta á keppnisdag og keppendur almennt mjög ánægðir með umgjörðina og brautina.

Selfyssingar stóðu sig vonum framar og höfðu sigur í fjórum flokkum auk þess að næla sér í fleiri verðlaun. Elmar Darri Vilhelmsson sigraði 85cc flokki, Axel Sigurðsson sigraði MX-B flokk, Heiðar Örn Sverrisson sigraði í MX-40+ og í unglingaflokki sigraði Þorsteinn Helgi Sigurðarson.

Næsta mót fer fram á Akureyri 28. júní.

Ítarlega er fjallað um mótið á vefnum motocross.is.

---

Elmar og Axel sýndu glæsileg tilþrif í brautinni.
Myndir: Motosport.is/Sverrir Jónsson

Mótokross Axel