Jafntefli gegn ÍBV hjá mfl. karla

Siggimar-gks.su
Siggimar-gks.su

Selfoss lék 3 leikinn á 6 dögum við ÍBV í kvöld. Það var búist við hörku leik og sú varð raunin. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og Selfyssingar mættu ekki til leiks. Staðan var 5-0 og 9 mínútur liðnar af leiknum þegar Selfoss skoraði sitt fyrsta mark. Þá tók Selfoss við sér og staðan 5-7 þegar korter var liðið af leiknum. ÍBV hélt Selfoss ávallt í 2 marka fjarlægð næstu mínúturnar og náðu mest 3 marka forystu 9-12 og 5 mínútur til leikhlés. Selfoss gekk illa að halda boltanum og sáust margir tæknifeilar. Þá kom aukinn kraftur og betri vörn hjá Selfossi. Liðið minkaði munin jafnt og þétt og í lokasókninni í fyrri hálfleik þá jafnaði Hörður Bjarnarson munin í 12-12 og hálfleikur.

 

Ljósmynd:Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eitthvað fór hálfleiks ræðan hjá Arnari þjálfara vel í Selfoss liðið. Þeir byrjuðu síðari hálfleikinn á miklum krafti og náðu forystunni 17-13. Loksins var liðið byrjaði að spila vörn og fá auðveld mörk. ÍBV gafst þó ekki upp eftir þess byrjun og minkuðu munin í 18-16 og 40 mínútur búnar. Áfram hélt leikurinn og mikil barátta í báðum liðum. Það breyttist þó lítið næstu 5 mínútur, ennþá hélt Selfoss forystunni 20-17. Þegar 50 mínútur voru búnar af leiknum þá byrjaði stemmingin í húsinu að magnast upp og var Selfoss með forystuna 21-18. ÍBV náði þó að minnka munin niður í 2 mörk 23-21 og 5 mínútur eftir af leiknum. Selfyssingar voru sjálfir sér verstir á lokamínútunum, Einar Sverrisson fékk dýran 2 mínúta brottvísinu og víti í þokkabótið. ÍBV jafnaði leikinn 25-25 og rétt ein og hálf mínúta til leiksloka. Selfoss fór upp völlinn, náði alls ekki nógu góðri sókn sem endaði með slöku skoti frá Herði Mássyni. ÍBV fékk þá góða sókn til að klára leikinn undir lokinn. En sú sókn endaði með mjög slöku skoti framhjá og tók Selfoss strax leikhlé og 8 sekúndur til leiksloka. Stilt var upp í sóknina og fékk Einar Pétur boltann úti vinstra megin. Hann hinsvegar tók of mörg skref að mati dómara leiksins og tapaði Selfoss boltanum. ÍBV átti svo lokaskot leiksins þegar leiktíminn var liðin sem Helgi Hlynsson varði. Liðin gerðu því jafntefli 25-25. 

Þessi leikur sýndi greinilega reynsluleysi Selfoss. Að fá á sig 2 mínútur undir lok leiksins, tapa boltanum oft klaufalega. Byrjun leiksins er þó óásættanleg. Að skora ekki mark fyrr en eftir 9 mínútur á heimavelli og gefa ÍBV 0-5 í forgjöf. Það er ennþá margt sem þarf að laga í leik Selfoss, sú vinna mun halda áfram á næstu vikum. Það er þó allt annað að sjá liðið leika núna og fyrir áramót. Allt önnur holning á liðinu og greinilegt að nýjir leikmenn eru að hjálpa gífurlega. Markvarslan og vörn liðsins hafa þó ekki verið jafn slök lengi og í dag. Í síðari hálfleik virtist líka Hörður Másson vera eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Selfoss.

Næsta verkefni liðsins er gífurlega erfitt, útileikur gegn Víkingi. Núna þarf að hefna fyrir versta tap í sögu félagsins í síðasta leik liðana. Allir að mæta í Víkina 22. febrúar klukkan 19:30.

SelfossTV:

Arnar viðtal eftir ÍBV

Hörður Bjarnarson í viðtali eftir ÍBV

Tölfræði:

Hörður M 8/13, 3 stoðsendingar, 5 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst

Sigurður Már 5/7, 3 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst

Einar S 4/8, 4 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar og 6 brotin fríköst

Einar P 4/4, 2 stolnir boltar og 1 brotið fríkast

Hörður Gunnar 2/2 og 1 brotið fríkast

Gunnar Ingi 1/1

Magnús Már 1/1 og 1 tapaður bolti

Ómar Vignir 2 stolnir boltar

Matthías Örn 0/5, 4 tapaðir boltar, 3 fráköst og 2 brotin fríköst

 

Markvarslan:

 

Sverrir 2/12(16%)

Helgi 11/1 og 15 á sig(44%)

 

Áfram Selfoss!