Jason Dagur framlengir við Selfoss

Jason Dagur Þórisson
Jason Dagur Þórisson

Jason Dagur Þórisson hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til 2 ára.

Jason Dagur, sem er uppalinn Selfyssingur, spilar hægra horn og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki í ár og hefur verið lykilmaður í U-liði Selfoss í 2. deild karla.

Eru þetta mjög svo góðar fréttir og verður spennandi að fylgjast með ungu og efnilegu liði meistaraflokks karla í Grill 66 deildinni á komandi tímabili.