Jólamót á Selfossi

Frjálsar - Jólamót Selfoss
Frjálsar - Jólamót Selfoss

Jólamót yngri flokka var haldið í Vallaskóla á Selfossi í lok nóvember. Mótið var fyrir alla iðkendur 10 ára og yngri. Foreldrar fylgdu börnum sínum í keppninni og aðstoðuðu þjálfara við mælingar og tímatökur. Keppt var í langstökki án atrennu, kúluvarpi, skutlukasti og 30 m spretthlaupi. Mörg börn tóku þátt og allir fengu þátttökuverðlaun að lokum.

át/saó

---

Keppendur á jólamótinu
Ljósmynd: Umf. Selfoss