Jón Daði Sunnlendingur ársins

jon-dadi-em-2016
jon-dadi-em-2016

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var kosinn Sunnlendingur ársins 2016 af lesendum Sunnlenska.is.

Árið hjá Jóni Daða hófst með flutningi frá Noregs til Þýskalands, þegar hann yfirgaf Viking í Stavangri og gekk í raðir Kaiserslautern. Hann sló svo í gegn með landsliði Íslands á EM í Frakklandi þar sem hann lék alla leiki liðsins og skoraði gegn Austurríki. Að loknu móti gekk hann til liðs við Úlfana í Englandi.

Jón Daði sigraði með nokkrum yfirburðum í kosningunni um Sunnlending ársins en hann segir að valið hafi komið sér á óvart. „Þetta er besta ár lífs míns og einhvern veginn verð ég svo glaður og hamingjusamur þegar ég hugsa til baka og lít yfir árið. Það er gaman að enda þetta svona.“

---

Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð