Kenan og Kelsey best!

Screenshot 2019-09-24 at 09.04.06
Screenshot 2019-09-24 at 09.04.06

Knattspyrnusumrinu var slúttað með formlegum hætti í Hvíta Húsinu á Selfossi síðastliðin laugardag. Þar komu saman leikmenn, stuðningsmenn, stjórnarmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og fleiri til þess að fagna góðum árangri í sumar.

Fjöldi verðlauna voru veitt en Kenan Turudija og Kelsey Wys voru valin bestu leikmenn sumarsins í meistaraflokkunum.

Hjá kvennaliðinu var Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir valin efnilegust, Þóra Jónsdóttir fékk framfarabikarinn og Hólmfríður Magnúsdóttir var markahæst með 8 mörk.

Hjá körlunum var Þormar Elvarsson valinn efnilegastur, Þór Llorens Þórðarson fékk framfarabikarinn og Hrvoje Tokic var markahæstur með 22 mörk

Þá voru veitt verðlaun fyrir fjölda leikja í meistaraflokki og Guðjónsbikarinn fengu þau Þóra Jónsdóttir og Adam Örn Sveinbjörnsson. Ingi Rafn Óskarsson, Kenan Turudija, Barbára Sól Gísladóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki með meistaraflokki Selfoss og Arnar Logi Sveinsson, Magdalena Anna Reimus og Karitas Tómasdóttir fengu viðurkenningu fyrir 100 leiki.

Hópbílafyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson fékk viðurkenningu frá deildinni fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina og þeir Arnar Helgi Magnússon og Guðmundur Karl Sigurdórsson fengu viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnudeildarinnar. Þá var hinn fjölhæfi Jón Karl Jónsson valinn félagi ársins.