Kristinn Þór á Smáþjóðameistaramótið

kristinn_thor
kristinn_thor

Kristinn Þór Kristinsson úr Selfoss er meðal 16 keppenda sem FRÍ hefur valið til þátttöku á fyrsta Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer á Möltu 11. júní nk. Mótið er fyrsta stóra verkefni landsliðs Íslands í frjálsíþróttum á þessu sumri en framundan eru Evrópumeistaramót og Ólympíuleikar auk margra unglingaverkefna þar á meðal Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Hafnarfirði.

Á Smáþjóðameistaramótinu keppa, auk Íslands, lið smáþjóðanna Andorra, Kýpur, Möltu, Lúxemburg, Lichtenstein, San Maríno og Mónakó. Einnig taka lið frá Albaníu, Armeníu, Azerbaijan, Bosníu Herzegovínu, Georgíu, Kosovó, Moldovíu og Makedóníu þátt í mótinu. Það verður því gríðarlega verðug keppni sem íslenska liðið fær og spennandi að sjá hvort að einhverjir ná lágmörkum á Evrópumeistaramótið í Amsterdam.

Þeir sem hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðameistaramótinu eru:

Konur:

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir: 100 m, 200 m, 1000 m boðhlaup
Þórdís Eva Steinsdóttir: 400 m, 1000 m boðhlaup
Arna Stefanía Guðmundsdóttir: 100 gr., 400 m, 1000 m boðhlaup
Aníta Hinriksdóttir: 800 m, 1000 m boðhlaup
Hafdís Sigurðardóttir: Langstökk, 100 m, 1000 m boðhlaup

Vigdís Jónsdóttir: Sleggjukast

Karlar:
Kolbeinn Höður Gunnarsson: 100 m, 400 m, 1000 m boðhlaup
Ari Bragi Kárason: 100 m, 200 m, 1000 m boðhlaup
Ívar Kristinn Jasonarson: 400 m, 1000 m boðhlaup
Trausti Stefánsson: 200 m, 1000 m boðhlaup
Kristinn Þór Kristinsson: 800 m, 1000 m boðhlaup

Hlynur Andrésson: 3000 m
Kristinn Torfason: Langstökk
Stefán Velemir: Kúluvarp
Óðinn Björn Þorsteinsson: Kúluvarp
Guðni Valur Guðnason: Kringlukast

Þjálfarar, fararstjórar og sjúkraþjálfarar eru:

Árni Árnason, sjúkraþjálfari

Jón Halldór Oddsson, þjálfari

Pétur Guðmundsson, þjálfari

Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari

Unnur Sigurðardóttir, liðsstjóri

---

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gunnlaugur Júlíusson