Kristófer Páll genginn til liðs við Selfoss

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við sóknarmanninn Kristófer Pál Viðarsson, en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Kristófer, sem er tvítugur, kemur til Selfoss frá Víkingi Reykjavík en hann er uppalinn hjá Leikni Fáskrúðsfirði og hefur leikið 33 leiki fyrir Leikni í Inkasso-deildinni og skorað í þeim tólf mörk.

„Kristófer Páll er fjölhæfur leikmaður sem við höfum fylgst með í langan tíma. Hann hefur spilað lengi í meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur og sýnt að það býr mikið í honum. Kristófer hefur verið óheppinn með meiðsli að undanförnu en við höfum mikla trú á því að hann geti náð sér á strik á Selfossi og gert mikið fyrir liðið okkar,“ segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss.

---

Kristófer Páll skrifar undir samninginn við Selfoss.