Kristrún Rut og Andy bestu leikmenn Selfoss

14542549_10154601333619407_4186825471238687019_o
14542549_10154601333619407_4186825471238687019_o

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss fór fram í Hvítahúsinu sl. laugardag þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir góða framistöðu leikmanna í sumar. Andrew James Pew og Kristrún Rut Antonsdóttir voru kjörin leikmenn ársins.

Björn Bragi stjórnaði veislunni af stakri snilld ásamt Adólfi Bragasyni formanni sem hélt góða tölu um framtíðarsýn félagsins.

Verðlaunahafar hjá körlunum voru þeir Svavar Berg Jóhannsson framför og ástundun, James Mack markakóngur, Arnar Logi Sveinsson efnilegasti leikmaður og Andrew Pew besti leikmaður.

Hjá konunum voru verðlaunaðar þær Brynja Valgeirsdóttir framför og ástundun, Lauren Hughes markadrottning, Unnur Dóra Bergsdóttir efnilegasti leikmaður og Kristrún Rut Antonsdóttir besti leikmaður.

Guðjónsbikarinn þetta árið, verðlaunin fyrir besta liðsfélagann, hlutu þau Vignir Jóhannesson og Friðný Fjóla Jónsdóttir.

Einnig voru heiðraðir leikmenn sem hafa náð ákveðnum leikjafjölda með Selfoss.

Fyrir 50 leiki Vignir Jóhannesson, Haukur Ingi Gunnarsson, Arnar Logi Sveinsson, Richard Sæþór Sigurðsson hjá körlunum. Katrín Rúnarsdóttir, Chanté Sandiford, Heiðdís Sigurjónsdóttir, Magdalena Anna Reimus og Karen Inga Bergsdóttir hjá konunum.

Fyrir 150 leiki Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Anna María Friðgeirsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.

Fyrir 200 leiki Ingi Rafn Ingibergsson.

2. flokkur karla og kvenna var einnig verðlaunaður um kvöldið.

Hjá stelpunum var Þóra Jónsdóttir leikmaður ársins, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir markadrottning og Harpa Hlíf Guðjónsdóttir fyrir framför og ástundun.

Hjá stráknunm var Kristinn Sölvi Sigurgeirsson leikmaður ársins, Arilíus Óskarsson markakóngur og Magnús Hilmar Viktorsson fyrir framför og ástundun.

Knattspyrnudeildin verðlaunaði einnig félaga ársins úr sínum röðum og var það myndatökumaðurinn knái Jón Karl Jónsson sem hefur unnið frábært starf í að mynda öll lið Selfoss í sumar. Einnig voru þeir Bjarki Þór Guðmundsson og Sigurbjörn Snævar Kjartansson heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar en þeir félagar sáum um að allt gekk sem skyldi í stuðningsmannakaffinu á öllum leikjum meistaraflokka félagsins í sumar.

---

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/ Inga Heiða Heimisdóttir

14525009_10154601332249407_6503628155138077668_o14566434_10154601332119407_5651812962257146627_o14480482_10154601332414407_1301016113281207950_o14468232_10154601332239407_164391995939862928_o
14525008_10154601332629407_6949695154789689899_o14480661_10154601333124407_3671638668099364124_o14424702_10154601333614407_6935813148765901947_o14468307_10154601332669407_1916837222137013878_o14500652_10154601332829407_6807766795286566008_o14481988_10154601335969407_7833501581009496058_o14524501_10154601334999407_3314420074242579283_o14556606_10154601334444407_4083148299948804959_o