Landsliðssystkin á Selfossi

13442498_10209264171348505_8231062867377432668_o
13442498_10209264171348505_8231062867377432668_o

Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið.  Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.

En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi.  Þetta eru þau:

Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn.
Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur.
Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14).
Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.

Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.

Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.

---

Systkinin f.v. Teitur Örn, Hildur Helga, Katrín Ósk, Katla María, Elena Elísabet, Trausti Sigurberg, Hulda Dís og Haukur.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Einar Guðmundsson