Leiðir að árangursríkum foreldrasamskiptum

ISI-logo
ISI-logo

Miðvikudaginn 5. nóvember verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10.

Þar mun Margrét Sigmarsdóttir upppeldissálfræðingur fjalla um erfið foreldrasamskipti og leiðir til að gera samskiptin árangursríkari. Farið verður yfir gagnlegar aðferðir í virkum samskiptum, lausnaleit og tilfinningastjórnun. Sjónarhorn þjálfarans verður í brennidepli.

Þátttakan er ókeypis og öllum heimil. Skráning fer fram á skraning@isi.is.

Að lokinni framsögu mun verða opið fyrir spurningar úr sal.