Mætum Þrótti eftir sigur á Þrótti

Handbolti Teitur Örn
Handbolti Teitur Örn

Eftir lokaumferð 1. deildar karla í handbolta er ljóst að Selfyssingar enda í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þrótti í umspili um sæti í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Liðin mættust einmitt á heimavelli Selfyssinga í lokaumferðinni á föstudag og unnu strákarnir okkar öruggan sigur 33-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12. Selfyssingar þurftu að treysta á að topplið Stjörnunnar tæki stig af Fjölnismönnum til að eygja annað sætið í deildinni en þar sem það brást varð Selfoss að sætta sig við þriðja sætið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 7, Atli Kristinsson 5, Guðjón Ágústsson og Andri Már Sveinsson 3, Alexander Már Egan 2 og Hergeir Grímsson, Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Sverrir Pálsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson skoruðu allir 1 mark.

Fyrsti leikur liðanna er föstudaginn 15. apríl í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst leikurinn kl. 19:30. Þá hefst nýr kafli í keppnistímabilinu og þá þurfum við þinn stuðning.

---

Teitur Örn átti afbragðsleik fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE