DSC02531
							 
				Magnús Øder Einarsson hefur samið við Selfoss til tveggja ára.  Hann er Selfyssingum að góðu kunnur, enda uppalinn hér. Þessi 22 ára leikmaður lék síðast með Selfoss í Olísdeildinni tímabilið 2016-17 þegar Selfoss lenti í 5. sæti í deildinni.  Eftir það hefur hann leikið með ÍF Mílan, Þrótti R og nú síðast var hann á mála hjá Gróttu.  Þar var hann markahæstur í vetur og með 85 mörk í 20 leikjum ásamt því að vera öflugur varnarlega.
Við bjóðum Magnús Øder hjartanlega velkominn aftur heim í sveitina.
Mynd: Magnús Øder byrjaði á því að finna markið í Hleðsluhöllinni.
Umf. Selfoss / ÁÞG