Markmannsæfingar hjá yngri flokkum hafnar

69831847_2471681353077414_4241468062374559744_n
69831847_2471681353077414_4241468062374559744_n

Í vetur verður boðið upp á sérstakar markmannsæfingar fyrir alla iðkendur yngri flokkum handboltans. Í sumar fékk handknattleiksdeildin til sín Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson til að hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun hjá deildinni, en hann sér einnig um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla í vetur. Með honum verður Helgi Hlynsson, en hann er öllum Selfyssingum kunnur og hefur staðið á milli stanganna hjá meistaraflokk karla síðustu árin.

Æfingar verða haldnar vikulega og er markmönnunum skipt í tvo hópa; markmenn  í 3. og 4. flokk æfa saman og markmenn í 4. og 5. flokk saman, strákar og stelpur æfa saman.

Markmannsæfingar í vetur

3. & 4. flokkur: Fimmtudaga kl 16:30-17:30
5. og 6. flokkur: Fimmtudaga kl 19:00 - 20:00


Mynd: Þeir Gísli Rúnar Guðmundsson og Helgi Hlynsson munu sjá um markmannsæfingar hjá yngri flokkum í vetur.
Umf. Selfoss / ÓE