Meistaramót 11-14 ára á Selfossvelli

MÍ 11-14 Selfyssingar
MÍ 11-14 Selfyssingar

Það verður mikið um að vera á Selfossvelli um helgina þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið. Mótið fer fram laugardag og sunnudag og hefst kl. 10 báða dagana. Gert er ráð fyrir tæplega 400 keppendum á mótið og að hátt í 1.000 manns muni taka þátt með einum eða öðrum hætti.

Hvetjum Selfyssinga og Sunnlendinga alla til að fjölmenna á Selfossvöll til að fylgjast með efnilegasta íþróttafólki landsins.

---

Selfyssingar í liði HSK ætla sér stóra hluti á meistaramótinu.
Ljósmynd: HSK/Guðmunda Ólafsdóttir