Met í maraþoni hjá Borghildi

Borghildur Valgeirsdóttir
Borghildur Valgeirsdóttir

Borghildur Valgeirsdóttir, Umf. Selfoss, náði frábærum árangri í München maraþonhlaupinu í Þýskalandi á sunnudag og kom í mark á nýju HSK meti. Frá þessu er greint á vef Sunnlenska.is í dag.

Borghildur hljóp á 3:19,51 klst og varð í 70. sæti í kvennaflokki af tæplega 1.260 keppendum og í 14. sæti í sínum aldursflokki. 

Sigrún Sigurðardóttir, kennari og hlaupakappi í Vallaskóli, átti gamla HSK metið sem hljóp á 3:28,28 í Kaupmannahöfn í maí 2013. Þar áður átti Selfyssingurinn Björk Steindórsdóttir héraðsmetið. Tími Bjarkar í Reykjavíkurmaraþoninu 2008 var 3:38,51 klst.

Selfyssingurinn Daldís Ýr Guðmundsdóttir tók einnig þátt í hlaupinu í München og hljóp á 3:42,22 klst.

Mynd: Sunnlenska.is/Daldís Ýr Guðmundsdóttir.