Metnaðarfull þjálfararáðstefna í Árborg

Þjálfararáðstefna Janus, Fjóla og Vésteinn
Þjálfararáðstefna Janus, Fjóla og Vésteinn

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016 í samvinnu við Umf. Selfoss og með stuðningi Héraðssambandsins Skarphéðins og menntavísindasviðs Háskóla Íslands á Laugarvatni fór fram um seinustu helgi. Þema ráðstefnunnar í ár var markmið, skipulag og vellíðan.

Fjöldi góðra fyrirlesara tóku þátt í ráðstefnunni sem tókst vel að mati skipuleggjenda hennar. Fjöldi þjálfara sótti fyrirlestrana og fóru heim margsvísari um markmiðssetningu, skipulag og vellíðan þjálfara og iðkenda.

---

Frá vinstri Janus Guðlaugsson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Vésteinn Hafsteinsson fluttu erindi á ráðstefnunni á laugardag.
Ljósmynd: Umf: Selfoss/GJ.