Mikill uppgangur í kvennahandboltanum á Selfossi

handbolti_jan2013_4
handbolti_jan2013_4

Mikil gróska hefur verið í handboltanum á Selfossi undanfarin misseri. Það má glöggt sjá á þeim fjölda einstaklinga sem valin hafa verið til þátttöku í ýmsum verkefnum yngri landsliða Íslands í handbolta. Á það jafnt við um stráka og stelpur. Kvennahandboltinn er á mikilli uppleið á Selfossi. Með þátttöku í N1 deildinni fá ungu stelpurnar tækifæri til að takast á við stærri verkefni og þroskast og eflast í leiðinni. Í nóvember sl. voru fjórar stelpur frá Selfossi valdar í æfingahóp 40 stúlkna sem fæddar eru 1998. Þetta voru þær Ísabella Ingimundardóttir, Karen María Magnúsdóttir, Sesselja Sólveig Birgisdóttir og Þóra Jónsdóttir. Í vetur voru aðrar fjórar stelpur frá Selfossi valdar í æfingahóp u17 ára landsliðsins. Þetta voru þær Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Harpa Brynjarsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru síðan valdar u19 ára landsliðshóp. Alls hafa því 10 stelpur frá Selfossi tekið þátt í landsliðsverkefnum undanfarið.
-ög

Efri mynd: Frá vinstri: Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Þuríður Guðjónsdóttir og Harpa Brynjarsdóttir.
Neðri mynd: 
Frá vinstri: Þóra Jónsdóttir, Karen María Magnúsdóttir og Sesselja Sólveig Birgisdóttir. Á myndina vantar Ísabellu Ingimundardóttur.
Ljósmyndir: ÖG