Mikilvægt stig Selfyssinga í Eyjum

Katrín
Katrín

Selfyssingar náðu sér í afar gott stig í Vestmannaeyjum á skírdag í baráttunni um sjöunda sætið í Olís-deildinni.

Leikurinn var hnífjafn framan af en heimastelpur voru í við sprækari eftir fyrsta korterið og náðu tveggja marka forystu sem þær héldu til hálfleiks 15-13.

Selfoss náði góðum kafla í upphafi seinni háfleiks, jöfnuðu 16-16, leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum. Markvörðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir átti góðan leik hélt sínum stelpum við efnið. Selfyssingar komust yfir þegar korter var eftir af leiknum, 19-20 en hélst illa á forystunni og ÍBV var skrefinu á undan allt til leiksloka. Adina Maria jafnaði leikinn í 28-28 þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir og seinasta skot heimamanna fór í varnarvegg Selfyssinga og jafntefli staðreynd.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Adina Maria Ghidoarca 5, Perla Ruth Albertsdóttir og Carmen Palamariu 3. Elena Elísabet Birgisdóttir, Steinunn Hansdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar eitt mark. Katrín Ósk Magnúsdóttir átti stórleik og varði 21 skot í marki Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is og FimmEinn.is.

Selfoss situr sem fastast í 7. sæti deildarinnar með 25 stig og mætta Stjörnunni á heimavelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:30.

---

Katrín Ósk átti stórleik í Eyjum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss