Mjólkurbikarinn

laugard.kórdrengir.bikar-80
laugard.kórdrengir.bikar-80

Laugardaginn 24. apríl hefst knattspyrnusumarið formlega þegar Selfoss tekur á móti Kórdrengjum í 1. umferð Mjólkurbikarsins.

Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn. Vegna þess er ekki unnt að taka á móti áhorfendum á leikinn þar sem áhorfendur eiga þess ekki kost að sitja í merktum sætum eins og sóttvarnareglur gera ráð fyrir. Þá hafa smit verið að koma upp í sveitarfélaginu síðustu daga og vikur og því ekki ráðlagt ýta undir hvers kyns hópamyndinar að svo stöddu.

Leikurinn verður þó sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hvetjum við Selfyssinga til þess að styðja liðið í gegnum skjáinn á morgun!