Mótokross í samstarfi við Olís

Mótokross - Samningur Olís
Mótokross - Samningur Olís

Í byrjun september var undirritaður samstarfsamningur milli mótokrossdeildar Umf. Selfoss og Olís. Samningurinn byggir á áralöngu og góðu samstarfi beggja aðila en undanfarin ár hefur miðasala í mótokrossbraut deildarinnar við Hrísmýri farið í gegnum þjónustustöðvar Olís á Selfossi og Norðlingaholti.

Með undirritun samningsins verður Olís einn aðalstyrktaraðili deildarinnar og næsta vor verða kynntar ýmsar nýjungar í tengslum við samninginn.

---

Það var fjöldi iðkenda sem stillti sér upp í myndatöku þegar samningurinn var undirritaður.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur