Nettó-mótið í hópfimleikum

Netto-slogan
Netto-slogan

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum laugardaginn 16. apríl 2016. Mótið verður haldið í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Keppt verður eftir 5. flokks reglum FSÍ með öllum þeim undanþágum sem þar eru teknar fram sem og meira til. Aldurstakmark þátttakenda eru börn fædd 2009 og fyrr. Skipt verður í aldursflokka eftir skráningu.  Allir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna, veitt verða verðlaun fyrir besta áhaldið hjá hverju liði fyrir sig.