Ný stjórn Knattspyrnudeildar.

Ný stjórn knattspyrnudeildar, f.v Eiríkur Steinn, Guðjón Bjarni, Jón Steindór, Harpa, Telma og Atli Marel.
Ný stjórn knattspyrnudeildar, f.v Eiríkur Steinn, Guðjón Bjarni, Jón Steindór, Harpa, Telma og Atli Marel.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Umf.Selfoss, var haldinn 29.mars sl. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, ásamt yfirferð á starfi deildarinnar á sl. ári og þessu ári.  Hugur var í fundarmönnum um starf deildarinnar og framtíðina.  Á fundinum var kosin ný stjórn deildarinnar, en hana skipa:

Jón Steindór Sveinsson, formaður.

Eiríkur Steinn Búason, gjaldkeri.

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, ritari og varaformaður.

Atli Marel Vokes, meðstjórnandi.

Harpa Íshólm Ólafsdóttir, meðstjórnandi.

Telma Österby, varamaður í stjórn.