Örn Davíðs valinn á Smáþjóðaleikana

Örn Davíðsson
Örn Davíðsson

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið Örn Davíðsson til keppni á Smáþjóðaleikana sem hefjast í Andorra þann 26.maí næstkomandi.  Örn Davíðsson hefur titil að verja því hann varð Smáþjóðameistari í spjótkasti fyrir tveimur árum síðan er hann kastaði spjótinu 71,69m og setti HSK met sem stendur enn.  Örn sigraði spjótkast á Vormóti HSK í vikunni þar sem hann þeytti spjótinu 64,66m.  Örn er enginn nýgræðingur í greininni en hann er 35 ára gamall og mikill reynslubolti í greininni.