Perla með landsliðinu gegn Slóveníu

Perla Ruth landslið mars 2018
Perla Ruth landslið mars 2018

Íslenska A-landsliðið mætti Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Frakklandi í lok árs. Perla Ruth Albertsdóttir er í landsliðshópnum.

Fyrri leikurinn fór fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 21.mars. Leikurinn endaði í jafntefli, 30-30 eftir æsispennandi lokamínútur þar sem Slóvenar jöfnuðu þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir af leiknum. Perla spilaði allan leikinn, skoraði eitt mark og stóð sig með prýði í vörninni.

Seinni leikurinn fór fram í Celje í Slóveníu á sunnudaginn. Heimamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn og hálfleikstölur voru 15-10, Slóvenar tryggðu sér svo sannfærandi sigur, 28-18. Perla var með eitt mark og stóð sig vel í vörninni að vanda.


Yngri landslið kvenna voru einnig að æfa um síðastliðna viku. Þær Kristrún Steinþórsdóttir, Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís Þrastardætur æfðu með afrekshópi kvenna. Ída Bjarklind Magnúsdóttir æfði með U-20 ára landsliðinu og þær Agnes Sigurðardóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir æfðu með U-18 ára landsliði kvenna.