Philipp Seidemann mættur í rammann

Philipp Seidemann hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.

Philipp, sem er Þjóðverji, er 23 ára gamall markmaður, alinn upp í akademíunni hjá Leipzig. Philipp kemur á Selfoss frá liðið Plauen Oberlosa sem leikur í þýsku 3. deildinni, þar áður lék hann með Glauchau Meerane og Dessau-Roßlauer.

Við fögnum því að Philipp velji að taka sín næstu skref með ungu og efnilegu liði Selfoss í Olísdeildinni í vetur.