Ragnarsmótið klárt

Búið er að raða niður leikjum fyrir Ragnarsmótið 2012. Mótið verður það 23. í röðinni og fer fram dagana 5. - 8. september.

Að venju verður mótið sterkt í ár. Nýliðar ÍR mæta til leiks með sterkt lið og gaman verður að sjá uppalda leikmenn sem snúið hafa aftur heim í Breiðholtið. Mosfellingar hafa einnig safnað liði og ættu að vera með sterkara lið en undanfarin ár. Framarar mæta einnig til leiks og með talsvert breytt lið frá leiktíðinni áður. Svo má ekki gleyma stórveldunum FH og Val. Það síðarnefnda er með engan annan en Patrek Jóhannesson sem nýjan þjálfara að Hlíðarenda. Því miður komust sigurvegararnir frá því í fyrra ekki í mótið. HK er að taka þátt í forkeppni fyrir meistaradeildina á sama tíma.

A-riðill: ÍR,Valur og UMFA
B-riðill: Selfoss, Fram og FH

Miðvikudagur 5. sept: 
ÍR – Valur => kl. 18:30
Fram – FH => kl. 20:00 
Fimmtudagur 6. sept: 
Fram – Selfoss => kl. 18:30
Valur – UMFA => kl. 20:00 
Föstudagur 7. sept: 
Selfoss – FH => kl. 18:30
ÍR – UMFA => kl. 20:00 
Laugardagur 8. sept: 
Leikur um 5. sæti => kl. 12:00
Leikur um 3. sæti => kl. 14:00
Leikur um 1. sæti => kl. 16:00

Auk farandbikars sem veittur er fyrir sigur á mótinu og er í vörslu HK síðan í fyrra verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti á mótinu. Einnig munu verða veitt verðlaun fyrir: 
Besta leikmann.
Besta sóknarmann.
Besta varnarmann.
Besta markmann.
Markahæsta leikmann.
Sérstök nefnd mun sjá um valið.