Sæti í fyrstu deild tryggt

Elton Barros - vefur
Elton Barros - vefur

Um helgina tryggðu Selfyssingar sæti sitt í 1. deild að ári þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Þór frá Akureyri. Leikurinn sem var hin besta skemmtun endaði 2-3 en á sama tíma tapaði Grótta sínum leik og féll um leið úr deildinni.

Það var mikið fjör í fyrri hálfleik og landarnir Maniche og Fufura komu Selfyssingum í 2-1 eftir að Þórsarar komust yfir. Forskot Selfyssinga entist ekki lengi og Þórsarar jöfnuðu fyrir leikhlé og skoruðu sigurmarkið strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og þar við sat.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Fyrir lokaumferðina eru Selfyssingar í 10. sæti deildarinnar fimm stigum fyrir ofan Gróttu sem fellur í 2. deild ásamt BÍ/Bolungarvík. Í lokaumferðinni sækja strákarnir Þrótt heim á Valbjarnarvöllinn.

---

Elton Barros Fufura kom Selfyssingum yfir með stórglæsilegu marki.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss.