Samið við þrjár heimastelpur

Í hádeginu síðastliðinn föstudag skrifuðu þrjár ungar heimastelpur undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss. Það voru þær Karen Inga Bergsdóttir, Franziska Jóney Pálsdóttir og Íris Sverrisdóttir. Karen Inga spilaði 10 leiki fyrir Selfoss í sumar, Franziska Jóney 11 og Íris 7. Íris skoraði eitt mark í sumar. Allar voru þær í 3. flokki Selfoss sem varð Íslandsmeistari 2010. Selfoss bindur miklar vonir við ungar heimastelpur á næstu árum og er framtíðin björt og tækifæri fyrir unga leikmenn á hverju strái.
-grb/ög