Samstarfssamningur við Pacta og Motus

IMG_4872
IMG_4872

Fulltrúar frá Pacta og Motus mættu á bikarleikinn hjá mfl.karla í vikunni þegar skrifað var undir samstarfssamning í hálfleik við handknattleiksdeildina. Ásamt því að styrkja starf deildarinnar gáfu þeir yngstu iðkendunum bakpoka merkta fyrirtækjunum og mættu margir krakkar í húsið til að taka á móti gjöfinni en þau settu skemmtilegan svip á undirskriftina með því að fjölmenna niður á gólf.

Stjórn deildarinnar fagnar komandi samstarfi við Pacta og Motus en án stuðnings fyrirtækja og velunnara væri ekki hægt að reka það mikla starf sem fram fer innan handknattleiksdeildarinnar.  

Meðfylgjandi mynd tók Gissur Jónsson af fulltrúum Pacta og Motus og formanni handknattleiksdeildarinnar handsala samninginn.  Með þeim á myndinni eru iðkendur sem tóku við flottum bakpökum frá fyrirtækjunum.