Sautján Selfyssingar á ungalandsliðsæfingum HSÍ

Selfoss á 17 leikmenn á unglingalandsliðsæfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands nú um páskana, fleiri en nokkurt annað félag. Þeir Ómar Ingi Magnússon, Sævar Ingi Eiðsson, Árni Guðmundsson og Guðjón Ágústsson æfa með U16 ára liðinu. Gísli Þór Axelsson, Jóhann Erlingsson, Sverrir Pálsson, Daníel Arnar Róbertsson og Janus Daði Smárason æfa með U18 ára liðinu sem undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Tyrklandi um miðjan apríl.  Janus Daði var einnig valinn í U21 árs landsliðið en hann er aðeins 17 ára gamall, og því þremur árum yngri en flestir leikmenn liðsins. Þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir, Harpa Brynjarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Dagmar Öder Einarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir æfa allar með unglingalandsliðum kvenna.