Sebastian kominn í heiðurshöll Selfoss handbolta

30171350_1140404212778897_4687763945637599813_o
30171350_1140404212778897_4687763945637599813_o

Sebastian Alexandersson varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira.

 

Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015. Hann kom á fót og stýrði akademíu félagsins og var viðloðandi þjálfun yngri flokka. Hann tók þátt í því að endurvekja meistaraflokk kvenna og þjálfaði liðið frá 2010-2017. Basti spilaði 161 leik fyrir Selfoss á árunum 2003 til 2015 og skoraði í þeim tvö mörk.

 

Eins og allir sem þekkja Sebastian vita lagði hann líkama, hjarta og sál í verkefnið og er svo sannarlega vel að þessum heiðri kominn!

 

 

Hér er myndatexti