Selfoss-2 endaði með sigri

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfoss-2 í 3. flokki mættum Haukum í lokaleik sínum í vetur í Strandgötu. Selfyssingar voru mun sterkari í leiknum og sigruðu 28-35.

Jafnt var upp í 16-16 en þá gerðu Selfyssingar þrjú seinustu mörk fyrri hálfleiksins og 16-19 yfir. Þeir voru fljótir að bæta við það í síðari hálfleiknum og snemma komnir 10 mörkum yfir. Sigurinn var því afar sannfærandi í seinni hálfleiknum.

Sóknarleikurinn var góður allan leikinn og réðu Haukamenn illa við Selfyssinga. Sigurinn kom Selfyssingum upp fyrir Hauka í deildinni og ná þeir því 4. sætinu.