Selfoss með næst besta heildarárangur félaga

Yngri flokkar handknattleiksdeildar Selfoss náðu næst besta heildarárangri keppnisliða á Íslandsmótinu í vetur. Síðustu 5-7 ár hefur Selfoss verið í röð allra fremstu liða. Í fyrra var Selfoss með besta samanlagðan heildarárangur en nú skaust Fram í efsta sætið. Árin tvö þar á undan varð Selfoss í öðru sæti á eftir FH.

Röð efstu félaga keppnistímabilið 2011-2012 var ftirfarandi:

1 Fram
2 Selfoss
3 FH
4 Grótta
5 Fylkir
6 HK
7 Haukar
8 ÍBV

Þessi árangur er afrakstur mikillar vinnu þjálfara og foreldra. Umfang deildarinnar hefur aukist ár frá ári og voru til að mynda leiknir 575 leikir á vegum deildarinnar í vetur auk Landsbankamótsins í 7. flokki drengja og stúlkna þar sem leiknir voru 342 leikir.

Stelpurnar í 4. flokki eru á leið á Partille Cup í Gautaborg í sumar en mótið er stærsta handboltamót í heiminum með um 20.000 keppendur alls staðar að úr heiminum. Á milli jóla og nýárs fóru 4. flokkur kala og kvenna á Norden Cup sem er óopinbert Norðurlandamót bestu félagsliða Norðurlanda.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir ein efnilegasta handboltastelpa landsins. Afrakstur öflugs yngriflokkastarfs.