Selfoss sigraði FH í A-deild Lengjubikars kvenna

Selfoss vann FH, 4-2, í fyrsta leik liðsins í A-deild Lengjubikarsins á JÁVERK-vellinum

Unnur Dóra skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Fyrra markið kom á 8. mínútu áður en hún tvöfaldaði forystuna tæpum tuttugu mínútum síðar.

Sif Atladóttir leikmaður Selfoss minnkaði munin fyrir FH á 37. mínútu þegar hún kom boltanum í eigið net, en það kom ekki að sök. Lilja Björk Unnarsdóttir skoraði tvö mörk á sjö mínútum og gerði þannig út um leikinn.

FH skoraði eitt sárabótamark undir lokin en lengra komst þær ekki. Lokatölur 4-2 og Selfoss með 3 stig á meðan FH er án stiga.