Selfoss Sjónvarp með stuðningi TRS

Sjónvarp Selfoss og TRS
Sjónvarp Selfoss og TRS

Þann 4. desember hóf Selfoss Sjónvarp útsendingar þegar leikur Selfoss og Fjölnis var sýndur í gegnum vef Umf. Selfoss. Mikill undirbúningur lá að baki útsendingum Selfoss Sjónvarps og naut Ungmennafélagið dyggrar aðstoðar tæknimanna TRS sem lögðu mikla vinnu í að tengja, setja upp og stilla tæknibúnaðinn.

TRS gaf alla vinnu við uppsetningu á búnaði og vill Ungmennafélag Selfoss koma á framfæri miklu þakklæti til fyrirtækisins fyrir stuðninginn.

Á leik Selfoss og Mílan þann 18. desember voru tæknimönnum TRS færður eilítill þakklætisvottur fyrir áhugann sem þeir sýndu verkefninu. Þetta eru frá vinstri tæknimennirnir Birgir Örn Harðarson, Brad Egan og Sæmundur Einarsson frá TRS auk þess eru á myndinni Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss ásamt Birgi Þór syni sínum.

---

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson