Selfoss úr bikarnum eftir tap gegn HK

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir

Kvennalið Selfoss er úr leik í Coca-cola bikarnum eftir 8 marka tap gegn HK, 29-21, í Digranesi á föstudagskvöldið s.l.

HK, sem er í efsta sæti 1.deildar höfðu yfirhöndina á leiknum og voru 2 mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Selfyssingar sáu aldrei til sólar og HK vann að lokum öruggan 8 marka sigur, 29-21. Svekkjandi tap hjá stelpunum þar sem ekkert virtist ganga upp.

Perla Ruth var markahæst með 5 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Harpa Sólvegi Brynjarsdóttir voru með 4 mörk hvor, Agnes Sigurðardóttir 3 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 mörk hvor og Ída Bjarklind Magnúsdóttir með 1 mark.

Viviann Petersen varði 7 skot í markinu og var með tæplega 30% markvörslu, Þórdís Erla Gunnarsdóttir varði 4 bolta og var með 25% vörslu.

Meira um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is.


Mynd: Harpa Sólveig skoraði 4 mörk í leiknum og lék vel í vörn Selfoss.