Selfoss vann Suðurlandsslaginn

Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson

Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyjunar fögru í kvöld og sóttu þar tvö stig og heiðurinn um Suðurland með eins marks sigri, 29-30.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru mun sterkari í fyrri hálfleik, þeir voru tveimur til fjórum mörkum yfir og staðan í leikhléi var 13-15. Selfoss gaf allt í botn í seinni hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti, 16-23. ÍBV náði að svara fyrir sig og náðu góðum kafla undir lok leiks og komust loks yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir, 29-28. 

Lokakaflinn var æsispennandi eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast. Selfoss fékk víti þegar um 20 sekúndur voru eftir og allt jafnt, 29-29. Fyrirliðinn fór á punktinn og skoraði og tryggði þar með Selfossi bæði stigin. Frábært dagsverk!

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Hergeir Grímsson 6/2, Haukur Þrastarson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Magnús Øder Einarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12 (30%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is.

Á laugardaginn er stórleikur hjá strákunum í EHF-keppninni gegn HK Malmö. Leikurinn hefst kl 18 en upphitun í Selinu og miðasala hefst kl 16. Stelpurnar fara í Austurbergið á föstudagskvöldið og mæta þar ÍR-ingum kl 20.


Atli Ævar Ingólfsson var frábær í leiknum með 8 mörk úr 8 skotum.
Umf. Selfoss / JÁE