Selfyssingar á landsliðsæfingum

alma
alma

Fyrstu landsliðsæfingar í hópfimleikum voru haldnar um liðna helgi.

Unglingarnir æfðu í Gerplu og fullorðnir í Fjölni. Mikil spenna og stemning var í hópunum og greinilegt að það verður barist fyrir sæti í landsliðum Íslands á Evrópumótinu 2016. Ísland mun senda lið til keppni í fimm flokkum það er kvennalið, blandað lið og karlalið í flokki fullorðinna en í unglingaflokki verða send tvö lið það er stúlknalið og blandað lið unglinga.

Selfyssingar eiga 17 þátttakendur í úrvalshópum FSÍ og verður gaman að fylgjast með þeim í þessu spennandi verkefni.  Næstu æfingar eru 29. og 30. apríl 2016 en í maí verður fækkað í æfingahópum.

Meðfylgjandi eru myndir af æfingunum á föstudaginn.

Unglingahópurinn á æfingu í Gerplu,
Frá Selfossi eru: Alma Rún, Aníta Sól, Anna Margrét, Hekla Björk, Hekla Björt, Júlíana og Perla.

Fullorðinshópurinn á æfingu í Fjölni,
Frá Selfossi eru: Eva Grímsdóttir, Eysteinn Máni, Haraldur, Heiðrún Ósk,  Konráð Oddgeir, Margrét, Rikharð Atli, Rúnar Leví, Unnar Freyr og Unnur.