Selfyssingar í handboltaskóla Kiel

Handboltaskóli Kiel
Handboltaskóli Kiel

Það voru átta hressir Selfyssingar sem tóku þátt í handboltaskóla Kiel í Þýskalandi nú í júlí. Um er að ræða viku æfingabúðir sem fara fram við toppaðstæður hjá stórliði Kiel. Alls tóku 52 krakkar frá Íslandi þátt í ár.

Á myndinni eru f.v. Stefán Árnason þjálfari, Matthías Bjarnason, Ari Sverrir Magnússon, Tryggvi Sigurberg Traustason, Vilhelm Freyr Steindórsson, Tryggvi Þórisson, Gabríel Jónsson, Pálmar Arnarson og Karl Jóhann Einarsson.