Selfyssingar upp í annað sæti

Handbolti - Þórir Ólafsson
Handbolti - Þórir Ólafsson

Nágrannaliðin Selfoss og Mílan áttust við í 1. deildinni á föstudag þar sem Selfyssingar báru auðveldan sigur út býtum 22-34 en staðan í hálfleik var 11-18.

Það bar helst til tíðinda í leiknum að fyrrum atvinnumaðurinn og landsliðskempan Þórir Ólafsson skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss í langan tíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Teitur Örn Einarsson og Andri Már Sveinsson voru markahæstir með 9 mörk, Guðjón Ágústsson skoraði 5, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 4, Atli Kristinsson 3 og Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Sverrir Pálsson og Þórir Ólafsson skoruðu allir 1 mark. Helgi Hlynsson varði 14 skot í marki Selfoss og Birkir Fannar Bragason 3.

Eftir umferðina er Selfoss með 28 stig í 2. sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Fjölnir sem missteig sig gegn HK. Næsti leikur er á útivelli gegn ÍH föstudag 11. mars kl. 19:30.

---

Þórir í kunnuglegri stellingu í vínrauða búningnum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE