Sex leikmenn Selfoss á landsliðsæfingum

ksi-merki
ksi-merki

Alls voru sex leikmenn Selfoss valdir til æfinga með landsliðum Íslands nú í lok mánaðarins.

Guðmunda Brynja Óladóttir var með A-landsliði kvenna sem koma saman til æfinga í Kórnum 24. og 25. janúar. Þá voru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir við æfingar með U19 á landsliðinu í Kórnum og Egilshöll á sama tíma.

Að lokum hefur Þorsteinn Daníel Þorsteinsson verið boðaður á úrtaksæfingar U21 árs landsliðs karla sem fram fara í Akraneshöllinni 31. janúar og 1. febrúar.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.