Sigur hjá stelpunum í Eyjum

Katla María vs Fram
Katla María vs Fram

Stelpurnar gerðu góða ferð til Eyja og sigruðu ÍBV U með þremur mörkum, 25-28.

Selfyssingar tóku frumkvæðið strax í byrjun og stýrðu leiknum frá upphafi, þær voru tveimur mörkum yfir í hálfleik var 12-14.  Stelpurnar gerðu þetta spennandi undir lok leiks og náðu Eyjastúlkur að jafna leikinn, 25-25, þegar um fimm mínútur voru eftir.  Selfyssingar skoruðu hins vegar síðustu þrjú mörkin og sigldu báðum stigunum heim með þriggja marka sigri, 25-28.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 10/2, Agnes Sigurðardóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Elín Krista Sigurðardóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1, Rakel Guðjónsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Östergaard 17 (40%)

Enn sitja stelpurnar sem fastast í 3. sæti deildarinnar með 28 stig.  Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn næstkomandi gegn FH, sem situr í 2. sæti, sannkallaður toppslagur þar á ferð.


Katla María var allt í öllu í sóknarleik Selfoss
Umf. Selfoss / IH