Sigur í fyrsta leik Selfyssinga

carmen
carmen

Stelpurnar okkar hófu leik í Olís-deildinni á laugardag þegar þær sóttu Hauka heim í Hafnarfirði. Leikurinn var spennandi fram á seinustu mínútu en okkar stelpur lönduðu sigri með því að skora tvö seinustu mörk leiksins.

Haukar voru yfir í hálfleik 14-10 og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að getumunurinn á liðunum kom í ljós. Smátt og smátt minnkuðu Selfyssingar muninn og jöfnuðu í stöðunni 19-19. Það var svo Hrafnhildur Hanna sem gulltryggði sigurinn með marki úr vítakasti á lokasekúndum leiksins.

Carmen Palamariu með níu mörk og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með sjö mörk voru langatkvæðamestar í liði Selfoss. Elena Birgisdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu þrjú mörk, Margrét Katrín Jónsdóttir tvö mörk og þær Hulda Dís Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eitt mark hvor.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Næsit leikur liðsins er á heimavelli gegn KA/Þór laugardaginn 19. september kl. 15:00.

---

Carmen var markahæst Selfyssinga.
Ljósmynd: Úr safni Umf. Selfoss