Sigur í hörkuleik gegn Fram

Reynir Freyr Sveinsson
Reynir Freyr Sveinsson

Selfyssingar unnu Fram í Hleðsluhöllinni í kvöld með sex mörkum, 30-24.

Selfoss hafði yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleik en Framarar náðu að jafna í stöðunni 7-7 og héldu jöfnum leik um miðbik fyrri hálfleiks, Selfyssingar sigu aftur fram úr og voru komnir með tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15. Fram náði fljótt að jafna aftur í seinni hálfleik í 18-18 en eftir það létu Selfyssingar í fimmta gír og tóku yfir leikinn. Selfoss jók forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og leiknum lauk með sex marka sigri Selfyssinga, 30-24.

Selfyssingar sitja því áfram í 4. sæti deildarinnar með 13 stig rétt eins og ÍR sem situr í 3. sæti með betri markatölu.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 8/4, Hergeir Grímsson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 5, Reynir Freyr Sveinsson 3, Magnús Öder Einarsson 3, Alexander Már Egan 2, Daníel Karl Gunnarsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Guðni Ingvarsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 9 (28%)

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is, Mbl.is og Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá strákunum er á miðvikudaginn á Akureyri þegar þeir mæta Þór í Coca Cola bikarkeppninni, leikurinn hefst kl 20:30.  Næsti leikur í deild er svo á sunnudaginn þegar strákarnir fara í Grafarvog og mæta Fjölni.  Stelpurnar eru í smá pásu og eiga ekki leik fyrr en 1. des þegar Stjarnan U kemur í heimsókn.


Reynir Freyr Sveinsson kom sterkur inn í leiknum.
Umf. Selfoss / ÁÞG