Sigur og tap í 4. flokki

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Bæði lið 4. flokks karla léku í gær. 97 liðið vann KR-inga sannfærandi 30-20 en 98 liðið tapaði gegn HK 22-30.

97 strákarnir byrjuðu frábærlega. Vörnin var mjög þétt og var staðan orðin 12-4 eftir 15 mínútur. KR minnkaði aðeins muninn en Selfoss bætti aftur við undir lokin og 18-8 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélst leikurinn jafn og lokatölur 30-20. Varnarleikurinn var góður allan leikinn hjá liðinu og stöðvuðu þeir öll helst vopn KR-inga. Þá leystu strákarnir það vel að KR-ingar tóku Ómar Inga úr umferð allan leikinn,

98 liðið byrjaði vel og jafnt upp í 5-5 gegn HK. Kom þá góður kafli hjá gestunum frá Kópavogi og staðan allt í einu orðin 8-16 í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð  vel leikinn en þar náði liðið að fækka mistökum í sókninni mikið. Varð það til þess að seinni hálfleikurinn var jafn og lokatölur 8 marka sigur HK.